Af níðingum, ærum og femínistum

Ég hef haft óbragð í munninum undanfarið sem ég er enn ekki laus við. Það er búið að stinga á kýli sem hefur fengið að malla um ómunatíð. Það smávætlar úr því núna en við erum enn varla byrjuð að fá upp sannleikann og umræðuna sem þarf til þess að þurrka barnaníð úr samfélaginu eða lækna þau sár sem níðingar hafa valdið.

Fyrsta skref breytinganna er að þolendur hafi öryggi til að stíga fram, að þeim t.d. sé ekki refsað fyrir að tala eða minnast á glæpi nú “æruverðugra manna” – og sú breyting er sem betur fer að gerast hratt. Umræðan núna er einstök og það er áður óþekktur viðburður að kynferðisbrot séu hóllinn sem veltir hlassinu.

Sjálfstæðismenn virðast enn sjá kynferðisbrot sem litla þúfu og skilja ekki af hverju ríkisstjórnin hélt ekki bara áfram, hristist pínu við að keyra yfir þolendur en gæti litið í baksýnisspegilinn á roadkillið sem þau skildu eftir sig þegar þau ignoruðu þolendur og þá sem eiga erfitt í samfélaginu enn einu sinni.

Ég ætla ekki að eyða orði á “æruverðugu” barnaníðingana sem felldu ríkisstjórnina en mig langar að ræða lygarnar og þöggunina sem gera barnaníð mögulegt. Af því að ‘sumum’ finnst það svo léttvægt og hafa meiri samúð með barnaníðingunum en þolendunum. Aftur og aftur í umræðunni sýndi forsætisráðherra, faðir hans, þingmenn sjálfstæðisflokksins og ráðherrar að þeim fannst verið að gera allt of mikið úr hlutunum. Að þúfan sem velti hlassinu væri bara ómerkileg þúfa en ekki líf ungra kvenna sem var búið að rústa og tekur langan tíma að endurbyggja.
Þeir eiga við fjallkonur að etja, ekki þúfur.

Ég er með óbragð yfir fólkinu sem enn er tilbúið að þagga. Fólkinu sem hugsar eins og Benedikt, Bjarni, Sigríður og Brynjar. Óbragð yfir vinunum og flokksfélögunum sem hugsa eins og þau og þau hafa handvalið til að dæma um réttlæti okkar hinna.

Langt er síðan ég fattaði að ríkasta fólkið lifir í sjálfsblekkingu og trúir því í alvöru að það sjálft sé gætt einhverjum hæfileikum sem geri þau verðugri en okkur hin að þiggja há laun, kaupa fyrirtæki ódýrt af ríkinu til að hirða úr því arð o.s.frv. Það er nokkuð augljóst að börn og við hin séum bara ‘means to an end’, tól til að nota, gat til að ríða, manneskja til að vinna, viðskiptavinur að féfletta …. öreigi að arðræna sbr. eilífan þjófnað af lúsarframfærslu lífeyrisþega á meðan skattaafslátturinn fer til hinna ríkustu.

Við erum langsamlega flest orðin tilbúin fyrir breytingar. Við viljum ekki lifa í gamla sýkta samfélaginu þar sem kolkrabbinn hefur kyrkingartak á  samfélagi. Við viljum stjórnmálamenn sem hugsa um afleiðingar. Stjórnmálamenn sem láta óréttætið ekki bara malla ef þeir bæta ekki á það. Við viljum réttsýnt fólk sem þorir að taka á þessum hlutum. Á sama tíma þurfum við líka fólk sem kann að hrinda þessu í framkvæmd, fólk sem kann að vinna í stað þess að tala.

Ég hef komist á því á stuttum tíma mínum í pólitík að velgengni þar byggir á nákvæmlega sama prinsippi og velgengni í vinnu: að hrinda hlutum í framkvæmd.
Allt of margir eru sáttir við að vinna vinnu þar sem er engin framþróun, allt of margir hafa gaman af því að hlusta á sjálfa sig tala og allt of fáir raunverulega skilja hvernig hið opinbera hrindir hlutum í framkvæmd og hvernig ákvarðanir eru teknar. Hvað þarf til þess að eitthvað breytist.

Til að ná fram raunverulegum breytingum þarf kerfisbreytingar – að breyta leikreglunum. Það er nákvæmlega þetta sem Birgitta og Píratar eru alltaf að hamra á, förum í rót vandans, það mun laga svo mikið af einkennunum.

Stjórnmálamenn þurfa að vinna góð lagafrumvörp – unnin í samvinnu við sérfræðinga að sjálfsögðu – og lagfæringar á því sem er að í kerfinu, eir þurfa að leggja þessar tillögur fram á þingi til að breyta leikreglum sem hafa allt of lengið verið gerendum í vil.

Við þurfum þingmenn sem þora að tryggja stuðning við þolendur, andlegan stuðning til að takast á við þá árás sem þeir hafa orðið fyrir. Það er hægt að veita og finna til líkamlegs sársauka þó hvergi sjáist áverki, barnaníðingur og nauðgari geta skaðað líkama þolenda sinna varanlega þó ekkert sjáist bæði

Síðast en ekki síst þurfa dómarar að fá fræðslu um afleiðingar. Við þurfum líka öðruvísi dómara til framtíðar. Við þurfum ekki einsleitan hóp frekra kalla úr sjálfstæðisfloknum sem þekkja ekki annað en velgengni og silfurskeiðina í munninum. Það skiptir máli að dómarar landsins komi ekki allir úr sama lagaskólanum eða bæjarhlutanum.