Harvard here I come

Það þykja tíðindi til næstu bæja þegar Íslendingum er boðið til Harvard, fréttin hér að neðan birtist í Fréttablaðinu 29. júní 2015.

– – –

Þórlaug Ágústsdóttir, kafteinn Pírata í Reykjavík, er á leiðinni til Banda- ríkjanna um mánaðamótin til að taka þátt í vinnustofu á vegum stofnunar- innar Berkman Center for Internet and Society. Stofnunin er hluti af hinum víðfræga Harvard-háskóla.

„Vinnustofan snýst um ofbeldi gegn konum á netinu. Það verður farið yfir rannsóknir á sviðinu og lagalegu hlið- ina. Málið verður tekið frá A til Ö. Lög- gæslu og forvarnarsjónarmið verða skoðuð sem og samræðugreining,“ segir Þórlaug.

„Einnig skoðum við hvernig hugbún- að og tækni er hægt að setja upp og tækni til að koma í veg fyrir að svartir ofbeldisblettir myndist,“ bætir hún við.

Valið er inn á vinnustofuna og taka þar þátt fræðimenn, tækniblaðamenn og aðgerðasinnar sem eiga það sameiginlegt að þekkja vel inn á ofbeldi á internetinu.

Þórlaug er í þeirra hópi. „Ég er búin að vera í dálítinn tíma í aktívistahópi á netinu sem inniheldur fræðimenn og aktívista um mannréttindi og mikið af þessu fólki er að taka á kynbundnu ofbeldi, til dæmis hrelliklámi,“ segir Þórlaug, en hún fékk boð á vinnustof- una vegna baráttu sinnar.

Þórlaug er ekki ókunn kynbundnu ofbeldi á netinu en hún knúði fram opinbera afsökun frá samfélagsmiðl- inum Facebook fyrir að hafa ekki tekið niður mynd af Þórlaugu sem var hlað- ið inn á síðu hóps sem kallaðist Karlar eru betri en konur. Yfirskriftin „konur eru eins og gras, það þarf að slá þær reglulega,“ var á myndinni.

Auk baráttu sinnar gegn kynbundu ofbeldi á internetinu er Þórlaug áheyrnarfulltrúi Pírata í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s