A Change Gonna Come

Af einhverri óútskýranlegri ástæðu hefur lagið A Change Gonna Come eftir Sam Cooke fylgt mér alla ævi og hoppað inn og út af playlistanum í gegnum áratugina.

Ég kynntist laginu fyrst í upprunalegu útgáfunni þegar ég spilaði Sam Cooke collection diskinn hennar mömmu í gegn sem krakki og fékk aftur æði fyrir því ’94, sumarið áður en ég ákvað að flytja til Long Island en þá í Al Green útgáfunni. Árin í NYC spilaði ég lítið annað en local artista, allt frá Simon & Garfunkel til Lauryn Hill

 

Árið 2005 kom út debut diskur Leelu James þar sem lagið er í einni bestu útgáfu sem ég hef heyrt af þessu kæra lagi sem imho er eitt það besta sem hefur verið samið.

Leela markaði fyrir mér upphafið af breytingunum sem síðar urðu stórkostlegustu breytingar sem ég hef upplifað bæði persónulega og samfélagslega.

Ég sveif að sjálfsögðu með norðurljósunum af ánægju þegar Obama ákvað að nota albúmcoverið frá Sam Cooke sem fyrirmynd að kosningamyndinni sinni 2008 undir yfirskriftinni Change. Á sama tíma höfðum við í stjórn Samtaka vefiðnaðarins ákveðið að halda stærstu ráðstefnu okkar fram að þeim degi undir sömu yfirskrift CHANGE, ekki síst vegna .NET breytinganna og annarra hræringa sem þá stóðu yfir í netheimum.

Það var undarleg staðfesting fyrir mér að sjá hvernig plaggatið og skilaboð Obama höfðu áhrif á heiminn án þess að flestir áttuðu sig á tónlistarlegu tengingunni.

Nú finn ég aftur þessa þrá eftir laginu og línurnar hætta ekki að hljóma. Svo margt skemmtilegt að gerast sem ég get ekki rætt en lofar stórkostlegum tímum framundan… a change is gonna come, and I know it’s coming my way… oh, yes it will 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s