Náttúruvíman

Ég var búin að gleyma vímunni sem kemur af því að hanga í Íslenskri náttúru, en í gær fékk ég skammt sem kom mér aftur á bragðið.

Við sigldum í gær frá Stykkishólmi í heimsókn í Purkey – á flóði því annars er ekkert hægt að komast. Ég get eiginlega ekki lýst ferðalaginu með orðum svo ég ætla að reyna að láta myndirnar sem ég tók á símann gera það

staðið á borginni á Purkey, horft í áttina að Hvammsfirði