Loksins – loksins… tvö áfram, eitt afturábak

cropped-finestflowers.jpgÞetta sumar er búið að vera dásamlegt, ekki síst af því að í sumar byrjaði formlega endurhæfingin mín. Ég get ekki lýst því hvað þetta eru búin að vera löng og erfið veikindi því það er bókstaflega ólýsanlegt EN eftir mjöööög langa og óþreyjufulla ‘bið’ er líkaminn minn loksins núna orðinn tilbúinn fyrir alvöru endurhæfingu.

Á sama tíma og ég syrgi þessi ár og allt sem ég hef misst þá get ég ekki annað en þakkað fyrir hvað veikindin hafa kennt mér og fært mér mikla auðmýkt fyrir því sem ég get ekki breytt – og kjark til að takast á við það sem ég get breytt.

Það var búið að segja mer að það tæki líkamann sirka 5 ár að komast yfir krabbameinsmeðferðirnar og það stóð á heima, á síðasta ári fóru hlutirnir að mjakast hratt í rétta átt þó þetta gangi ennþá “tvö skref áfram og eitt afturábak”. Það eru hlutir í líkamanum sem aldrei lagast og ég sætti mig við það, en ég get gert það besta úr aðstæðunum og unnið með það sem ég hef. Í dag ligg ég bakk eftir dugnað gærdagsins og það er bara allt í lagi.

Í (hitteð)fyrra barðist fyrir því að komast inn hjá Virk þar sem eru í boði úrræði sem bjóðast ekki í endurhæfingu krabbameinssjúkra eins og t.d. áfallasálfræðingur sem hjálpaði mér mikið við að komast yfir ólýsanlegan horbjóð veikindanna. Hjá sála fékk ég m.a. EMDR meðferð til að komast yfir áföllin og óteljandi stór og smá atriði þar sem mis-viturt heilbrigðisstarfsfólk gerði mistök og tók rangar ákvarðanir sem höfðu skelfilegar og sársaukafullar afleiðingar fyrir mig.
Óréttlætið og fokkuppið í heilbriðiskerfinu er líklega það sem ég hef átt erfiðast með að sætta mig við í öllu ferlinu, og það að mistökin halda bara áfram þó ég sé að reyna að sleppa frá kerfinu og lyfjunum. Ég tek ábyrgð á eigin heilsu og verð að taka ábyrgð á því að double-tékka allar ákvarðanir sem eru teknar. Það hljómar vænisjúkt en í hvert sinn sem ég treysti kerfinu hefur það brugðist.

Ég fékk góða hjálp í gegnum Virk en passaði illa inn í kerfið sem er hannað fyrir minna veikt fólk svo mér var vísað frá þeim nú í vor þar sem baksérfræðingurinn þeirra viðurkenndi að ég væri of flókið keis fyrir sig. Það voru óneitanlega vonbrigði en ég þakka fyrir sálann og tengilinn hana Ragnheiði sem gerði allt sem hún gat fyrir mig.

Þar með er ég aftur komin í “endurhæfingu á eigin vegum” og var bent á sjúkraþjálfun og Ljósið þar sem ég hef verið eftir getu undanfarin ár. Það er mjög erfitt að halda utan um  eigin endurhæfingu en munurinn núna er að ég hef betri heilsu og betri tól til að sinna djobbinu. Ég nálgast þetta eins og djobb þar sem ég þigg laun við að sinna heilsunni.

Nýr sjúkraþjálfari með reynslu og þekkingu til að sinna “flóknum keisum” hefur skipt sköpum fyrir prógrammið og mér finnst ég núna loksins tilbúin til að vinna vinnuna. Ég er loksins loksins búin að fitna upp í mína gömlu kjörþyngd sem hefur gefið mér mikinn kraft og svo keypti ég mér njósna/sport úr sem heldur nákvæmt bókhald um hvað er gert – og ekki gert. Þar að auki hefur sumarið stutt sérstaklega vel við markmiðin og síðast en ekki síst hefur einstaklingsmiðuð EMDR meðferð hjá henni Unu fósturmóður minni fært mér andleg tól og hvatningu fyrir verkefninu svo ég er full af eldmóði fyrir það sem koma skal. Una verður seint að fullu lofuð fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig.

Nú í vikunni fann ég svo þetta dásamlega yfirlit um hvað færir okkur hamingju sem inniheldur ný tól og staðfestingu á að ég sé að nálgast verkefnið rétt.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s