Cyberthreats to Democracies / Netógnir við lýðræðið

Ég skrifaði um netárásir á lýðræðið af því að mér fannst vanta nýjan vinkil í umræðuna, skilning á því hvað net-propaganda er lúmskt og hvernig net-glæpr eru notaðir til að grafa undan lýðræðinu okkar, fulltrúunum, ferlunum og trú okkar á því að það sé hægt að leysa hlutina á friðsaman, lýðræðislegan máta.

Fyrir lesendur sem þekkja inn á netheima kemur fyrrihlutinn líklega lítið á óvart en í seinni hlutanum nota ég nýjar aðferðir til að flokka netárásir og hvernig þær birtast og vona að ritgerðin nýtist til að auka skilning á fyrirbærinu.

Það er búið að kenna spetzpropaganda í Sankti Pétursborg frá 1942 og miklu var bætt við þekkinguna í gegnum áróðursmaskínu Sovétríkjanna. Þegar áróðursmaskínan fór á netið og tók að herja á vestrænar kosningar og stjórnmálamenn þá sváfum við á verðinum.

Cyberthreats To Democracies, Constructed Threats to Democratic Functions

Umsögn prófdómara:
Metnaðarfull og vönduð heimildaritgerð. Höfundur tekur fyrir mjög “aktúelt” efni sem, eðli máls samkvæmt, ekki liggja fyrir margar fyrri rannsóknir á. Þeim fyrri rannsóknum sem er þó til að dreifa gerir höfundur vel skil. Skilgreinir viðfangsefnið vel og afmarkar, og lýsir með skipulegum hætti öllum hliðum þess. Setur efnið í mjög sterkt kenningalegt samhengi. Rannsóknaspurningarnar eru þannig skýrar og kenningarammi þeirra vel skilgreindur. Skipulag ritgerðarinnar er rökrétt og úrvinnslan vönduð; í henni er viðfangsefnið rækilega speglað í viðeigandi kenningalegu samhengi. Tilvísanir í relevant rannsóknir alls staðar þar sem það á við. Mikil heimildavinna að baki með öðrum orðum, eins og heimildaskráin sjálf ber líka vitni um.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við þetta: sannfærandi. Rannsóknaspurningum svarað og lesandinn skilinn eftir með þá tilfinningu að hafa öðlast dýpri innsýn í og skilning á því sem sennilega eru stærstu áskoranirnar sem vestrænt lýðræðisskipulag stendur frammi fyrir í hinum alnetstengda heimi 21. aldar. Þó má spyrja hvort e.t.v. sé gert of mikið úr árangrinum sem undirróður Rússa hafi skilað, og væntingum um „mutually assured destruction“-stríðs á vettvangi netheima.
Helztu gallar eru minniháttar: smáhnökrar á málfari og réttritun og á textauppsetningu.

Einkunn: 9,0.

Screenshot 2020-05-26 at 17.26.58

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s