Af hverju heiti ég Þórlaug Borg?

Ég fæ spurninguna reglulega og hér er stutta einfalda svarið:

Árið 2014 tók ég upp millinafnið Borg eftir Einari Borg Þórðarsyni móðurafa mínum sem aftur bar nafnið eftir ömmu sinni.

Ástæðan fyrir því að ég tók upp nafnið er löng og persónuleg en nafnið er virðingarvottur sem veitir mér styrk og áminningu um hvaðan ég kem og hverjir hjálpuðu mér að komast þangað.