Heimakæri heimshornaflakkarinn

Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að ferðast rafrænt. Þegar ég var yngri var ég viðþolslaus af útþrá og fékk sem betur fer að svala henni á ýmsan hátt…  með margra ára búsetu í BNA og Danmörku, umtalsverðu flakki á eigin vegum og í vinnu fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem sendi mig um allan heim að reka sín erindi.

Á endanum fékk ég nóg af þessum ferðalögum í eigin persónu, því meira sem ég sá, því meira fór ég að meta það sem ég átti og núna hef ég ekki lengur líkamlega getu í allt þetta flakk.

Í staðinn hef ég komið mér upp nýju áhugamáli sem veitir mér ekki minni unað en það er flakk um heiminn í gegnum Google Earth og Google maps.
Þegar ég heyri áhugaverðar fréttir frá einhverjum stað kíki ég oft á hvernig umhverfið lítur út, og það hefur gefið mér einstaklega skemmtilega innsýn í heiminn. Þessir þræðir leiða mig í ótrúlegustu ferðalög um hverfi og lönd þar sem ég hefði aldrei tækifæri til að fara sjálf af ýmsum ástæðum (eða nennu tbh)

Velkomin í ferðalag með mér um heiminn 🙂

Hér á Kongó ánni fyrir ofan Brazzaville/Kinshasha hafa Kínverjar komið sér vel fyrir, allar merkingarnar eru á Kantónsku eða Mandarínsku (afsakið, ég þekki ekki muninn í sjón).
Ég finn ekki aftur geo-linkinn, ég póstaði þessu á Google earth finds á reddit og stuttu síðar hvarf 360 originallinn af kortinu. Andstæðurnar í myndunum frá Afríku eru æpandi.

Hér hefur fólk “sigrað” K2 í örskotsstund. Ég vona að flestir fjallagarpar horfi á The Summit sem segir frá því af hverju K2 dregur út það besta og versta í fólki. Þó mér finnist þetta fjallasprikl vera furðuleg fíkn verður að viðurkennast að myndirnar eru stórkostlegar, ekki síst þessi af skugga K2.

Í á vegunum við landamærin í nágrenni Ararat er stanslaus bið eftir að komast með trukka í gegn um landamærin. Ég hugsa með hryllingi til þess að inni í mörgum þessara bíla er fólk í felum og í bið eftir betra lífi -eða enn verra 😦  😦 😦

Nazistarnir fluttu til þessa smábæjar í Argentínu, en í Bariloche  er áhugaverður miðevrópskur Alpa-arkitektúr frá byrjun 20. aldarinnar og samkvæmt ansi mörgum fréttum er þetta bærinn þangað sem verstu Nazistarnir fluttu. Arkitektúrinn er amk mjög sérstakur miðað við staðsetninguna og frekar undarlegt að sjá þarna mikla auðlegð miðað við bæina í kring.

En í vesturátt nær næsta aðgangi að kaupstað er þessi dásamlega frostsýn

Þessi einstæða vin í eyðimörkinni

Mörg þessara rafrænu ferðalaga í gegnum Google Maps eru á slóðir forferðranna þ.e. að rekja ferðir Víkinganna upp og niður evrópsku árnar, en ekki síður að rekja ferðir “fyrstu mannanna” eftir að ísinn hopaði sem ferðuðust upp eftir ánum frá Svartahafi upp að Eystrasalti og þaðan yfir til Skandinavíu.

Ég er ekki ein um að hafa þennan áhuga á Rússa-Víkinga tengingunni en pabbi var nýlega í Georgíu þar sem minjar um Æsina eru víða en ég hallast mjög á að kenningar fræðimanna um að tengingar Ása við Aserbæsjan séu ekki úr lausu lofti gripnar. Genaprófin sem ég fór í nýlega sýna að kvengenin komu þessa leið frá Kákasus en bláu augun sem líklega komu upprunalega úr genabreytingu í karlmanni eru líka talin hafa komið fyrst fram við Svartahaf fyrir um 6 til 8  þúsund árum.

Stefnan hefur því verið tekin á Dniepr, Vistula eða Svislach og plana kúltiverað – in person – river cruise að skoða kastala, vínekrur og víkingamuni og upplifa í eigin persónu þá stemmingu sem ég er búin að vera að Æsa upp heima.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s