Instant gratification eða Nirvana

Ég byrjaði að hugleiða upp úr tvítugu þegar vinkona mín kom í heimsókn til mín í NY og við skiptumst á bókunum sem við vorum nýbúnar að lesa. Hún fékk aðstoð við áhugasviðsleit og ég fékk nýja heimssýn.

Bókin You can heal your life eftir Louise Hay gjörbreytti lífinu mínu. Ég las bókina í fyrst í rikk og svo í bútum næstu árin. Hún var upphaf að kaflaskiptum í andlegum leiðangri mínum sem hafði byrjað í KFUM – og K (ekki KFUF, það væri of einfalt).

You can heal your life hefur frekar einfalda heimssýn og leggur áhersluna á öllum líkamlegum krankleikum á fólk sjálft. Í dag geri ég stórkostlegar athugasemdir við mikið af skilaboðunum en rétt eins og önnur trúarbrögð og heimsspeki þá hefur þessi bæði kosti og galla – í stuttu máli þá nýtir þessi aðferðafræði mátt hugans, lækningarmátt sem í venjulegum rannsóknum eru kallaðar “Placebo effect” – lækning sem flestir halda að sé einhvernvegin óraunveruleg eða óæðri af því að hún stafaði af ástæðum sem ekki voru “raunverulegar”.

Aðferðafræðin í bókinni gengur út á jákvæðar staðhæfingar og ‘creative visualizations’ til að aðstoða fólk við að ná fram breytingum í lífinu og aðstoða líkamann við að lækna sjálfan sig (með eða án aðstoðar frá læknum).

Fyrstu árin fannst mér erfitt að hugleiða, sérstaklega á hlutum sem voru andlega erfiðir, þá brást hugurinn oft við með því að slökkva á mér og svæfa mig strax. Ég hef alltaf verið ofvirk og átt erfitt með að róa hugann, en sem krakki hafði ég vanið mig á að ná mér niður með því að lesa mig í svefn. Hugleiðslan var betri en lesturinn við að svæfa mig en einn daginn ca 2 árum eftir að ég byrjaði kom “eitthvað” fyrir í hugleiðslunni sem ég vissi að væri sérstakt og þess virði að reyna að rækta betur. Ég man enn þann dag í dag eftir þessu, vellíðunartilfinningin var eins og ég hefði fengið kynferðislega fullnægingu, en þessi andlega var ólýsanleg.

Þá komst ég á bragðið og átti eftir að hugleiða mikið næstu árin til að aðstoða mig við að ná árangri og fá svör við stórum spurningum um næstu skref og stefnu í lífinu.

Nokkrum árum síðar var mér gefinn tími hjá dáleiðara sem ég fékk til að dáleiða mig og gaf mér sjálfs-hugleiðsludisk sem ég átti eftir að nýta mér óspart til að dáleiða sjálfa mig yfir í að vera skipulögð og og góður starfskraftur.

Svo eignaðist ég börn og tækifærunum fyrir einveru fækkaði og einhvernvegin varð hugleiðslan útundan um lengri og skemmri tímabil næstu árin. Ég var hætt að nenna að hugleiða og sá enga sérstaka ástæðu til að fara að gera það aftur þegar ég greindist fyrst með krabba 2010, það leit jú allt út fyrir að hafa heppnast…

Svo greindist ég aftur haustið 2011 – fæ að vita að ég sé með langt gengið krabbamein og er strax sett í aðgerð þar sem ég vakna í miðri aðgerð.

Það að vakna í skurðaðgerð er alveg jafn hræðilegt og þú getur ímyndað þér. Ég var með meðvitund og fann fyrir öllu sem var verið að gera á meðan ég gat ekkert hreyft; lömuð, barkaþrædd, augun límd aftur og með nægan tíma til að velta fyrir mér hvernig ég gæti gert vart við mig.

Andlega áfallið sem þessi vöknun olli er ólýsanleg og ég fór þarna ótrúlega nálægt því að fá taugaáfall næstu daga á eftir, ekki síst af því að sú áfallameðferð sem átti að fara í gangi fór aldrei í gang. Ég fékk síðar viðurkennt að þetta hefðu verið mistök – en þjáningarnar sem ég leið þarna á skurðarborðinu voru á pari við aðrar þáningar í meðferðinni – að mati sérfræðinganna og það var því miður rétt hjá þeim. Þjáningarnar við að vakna í aðgerð voru á pari við einstaka aðrara parta meðferðarinnar.

Ef ég hefð ekki haft iPodinn minn með Theta-hugleiðslunni með mér á spítalanum þá hefði ég farið yfirum. Ég hlustaði aftur og aftur og aftur og aftur á teipin og hugleiddi og hvarf inn í sjálfa mig einhvernvegin og allt í einu þá komst ég í hugarástand í hugleiðslunni sem ég get ekki lýst öðruvísi en sem sem hinu óræða Nirvana.

Þetta er ekki eitthvað sem ég hef rætt nema við nánustu vini en þarna, á mörkum meðvitundar og taugaáfalls lærði ég að virkja heilastöðvar sem gera mér kleift að komast í ólýsanlegt hugarástand.

Til að halda geðheilsunni fór ég svo langt inn í mig og inn í hugleiðsluna, inn í “myndbirtingarnar”/visualizations og síðast en ekki síst að skrifa niður og reyna að koma út öllu því sem var að brjótast um í baráttuhuga krabbameinssjúklings. Ég gerði allt sem ég gat til að fá hugann til að hjálpa við meðferðina, meira en ég kæri mig um að deila á þessum vettvangi. Aginn sem þurfti til að halda fókus og geðheilsu í gegnum meðferðina er eitthvað sem ég hef enn ekki getað súmmerað upp fyrir sjálfri mér en til allrar hamingju samanstóð teymið mitt úti af skarpgreindu fólki sem vissi hvað það var að gera (því miður er það einn stærsti munurinn sem ég finn á Danmörku og Íslandi, að hér er einfaldlega ekki nóg fólk til að hinir greindu og hæfu veljist á toppinn, oftar en ekki nær andverðleikastemmingin að halda vitinu úti)

Svo fékk ég nóg af innri köfun. Alveg upp í kok svo það segist hreint út.

Frá 2014 hef ég varla meikað að hugleiða af því að það var of nátengt erfiðum og hráum tilfinningum. Hugleiðslan minnti mig of mikið á til hvers ég þurfti á henni að halda og sárið var enn of ferskt. Ég var fúl út í Louise Hay fyrir að halda að það væri hægt að lækna allt með huganum einum saman og fyrir að gefa sjúklingum það samviskubit ofan á veikindin að vera ábyrgir fyrir að hugsa ekki rangt til að skemma ekki fyrir sjálfum sér (einn andlega þenkjandi hugleiðari ætlaði einmitt að fara að ræða það við mig – nei, ég fékk ekki krabbamein af því að ég hugsaði rangt og þegar fólk leyfir sér að tala í þá áttina þá gerir það mig frekar fúla og frábitna hugleiðslu… sem er nákvæmlega það sem gerðist á tímabilinu 2014 til 1018

Núna í febrúar byrjaði ég að hugleiða aftur eftir að ég fann fleiri góð lög á Spotify (þar eru líka comics, söngæfingar og hljóðbækur). Byrjaði fyrst á einhverju einföldum ‘creative visualizations’ og svo poppaði upp lag með Theta brainwaves.

Í stað þess að færa mig aftur á spítalann í huganum/tilfinningalega þá færði það mig á nýjan stað. Þessu verður kannski best lýst sem andlegri fullnægingu (án allra neðanbeltistilvísana).

Ég fann fyrir frið og innspýtingu á einhverju sem ég fæ ekki lýst betur en Nirvana eða virkjuninni á heilastöðvum sem framleiða vellíðunarhormón. Síðustu vikur hef ég hugleitt nær daglega og núna yfir páskana náði ég aftur ítrekað að framkalla þessa ólýsanlegu náttúrulegu vellíðunarvímu sem ég hafði bara fundið áður með aðstoð mind-expanding aðstoðar. Þetta nýja breakthrough er allt að koma innan úr mér og það finnst mér brjálæðislega spennandi og þess virði að eyða meiri tíma/orku í að kanna/þróa.

Ég veit ekkert hvert ég er að leiða mig en ég er tilbúin í ferðalagið 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s