Búbblan

Því meira sem ég sé af áhrifum persónuaðlagaðra vefja og samfélagsmiðla því verr líst mér á fyrirbærið.

Gervigreind (AI) hefur aftur og aftur keyrt út í skurð þegar hún er notuð t.d. nýlega hættu stórfyrirtæki að nota AI við að velja úr mögulega starfskrafta vegna þess að þeir virkuðu ekki eins og þeir áttu að gera, ekki síst vegna gamla lögmálsins skítur inn = skítur út sem lýsir sér þannig að ef þú forritar rangt eða setur rangar skilgreiningar inn í tölvuforrit og gervigreind þá kemur rugl út úr fyrirbærinu. Í þessu tilviki höfðu forritararnir/skilgreinendur gagnanna sett inn skilgreiningar á hvað teldist góður tilvonandi starfskraftur, þar á meðal var farið eftir í hvaða háskóla fólk hafði gengið. Forritararnir “gleymdu” að setja inn kvennaskóla eins og Barnard, Brown og Bryn Mahr og þar með voru kvenkyns umsækjendur sem gengu í þessa frábæru skóla einfaldlega ekki með í hópi þeirra sem fengu viðtöl og áttu sjens í stöðuna. Í yfirlýsingunni þegar prógramminu var slúttað var sagt að “ekki væru vísbendingar um að þetta hefði haft áhrif á ráðningar” sem er beinlínis lygi þegar horft er á 6% hlutfall kvenna í bandaríska tölvubransanum. Það gefur einfaldlega vísbendingu um að konur hafi kerfisbundið ekki verið ráðnar.

En þetta er ekkert eina dæmið um hvernig AI er að fokka í lífinu okkar. Annað dæmi er hvernig fólk er að festast í rifrildisbúbblum á samfélagsmiðlum og gíra sig upp út frá fölskum veruleika sem er bara tilkominn vegna þess hvernig FB virkar en ekki vegna þess að heimurinn sé svona fullur af drama.

Ég hef ákveðið að hætta að taka þátt í þessari hringekju og er markvisst að losa mig úr búbblunni þessa dagana.

Meira um það síðar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s