Back on track

Ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag, búin að koma frá mér risastórri pælingu í meistararitgerðinni sem ég vona bara núna að verði skilin og metin að verðleikum.

Ritgerðin – Cyberthreats to Democracies. Constructed Dangers to Democratic Functions – fjallar um árásir Rússa á vestræna internetnotendur til að hafa áhrif á innanríkismál.

Árásirnar fara meðal annars fram með fölskum fréttamiðlum sem blanda raunverulegum og fölskum fréttum saman til að fólk viti ekki lengur hvað er satt og hvað er logið, þessi skilaboð eru svo mögnuð upp með (ró)bottum sem senda frá sér skilaboð, svara ákveðnum orðum og deila efni. Rússland rekur vefstofur sem búa til vefefni, magna upp skilaboð, trolla viljandi umræður, þræði, vídeó ofl. til að eyðileggja sannleikann og láta fólk trúa fölskum veruleika. Þeir kaupa auglýsingar fyrir lygar og ‘pólarizing’ efni sem beinist að ákveðnum kjósendum til að hafa áhrif á mætingu og hvað fólk kýs. Rússar hakka frambjóðendur og leka efni á sama tíma og þeir beita annarskonar netárásum til að taka alvöru fréttamiðla og vefsíður úr loftinu, taka út blaðamenn og aðra sem rannsaka og skrifa um málið. Í stuttu máli er propaganda stríð í gangi og Rússland ann fyrstu orustuna; Brexit og bandarísku forsetakosningarnar. Rússland hefur líka reynt að hafa áhrif annarstaðar og er m.a. sakað um að hafa reynt að hafa áhrif í 27 öðrum löndum eftir ýmsum leiðum.

Verkið verður svo opnað fyrir lestur 22. júní næstkomandi

Af einhverjum ástæðum ákvað ég að skrifa ritgerðina á ensku. Líklega af því að ég hugsaði hana sem “audition” fyrir framtíðar doktorsverkefni með útlendingum á sömu línu af því að það er því miður enn enginn á landinu með sérhæfingu í Cyber-stjórnmálum.

Eftir útskrift verð ég semsagt fyrsti Cyber-stjórnmálafræðingur landsins og vonandi fæ ég inni einhverstaðar til að verða doktor á sviðin líka, hvort sem það verður frá Köben, Lundi eða einhverstaðar annarstaðar. Ég er ekki síst ánægð með að vera búin með masterinn (með ríflegan einingafjölda) af því að í ferlinu fann ég að ég er komin til baka í hausnum eftir öll veikindin. Það er ólýsanlega góð tilfinning að hafa.

Lífið er gott en passið ykkur á tröllunum.

2017-01-28 17.31.51

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s